Greinasafn fyrir merki: Rozzo

Syrpu Syrpa # 7

Þessa vikuna hjá Resident Advisor sér Rene Breitbarth um podcastið þeirra. Mixið hans er troðfullt af lögum frá hetjum ársins 2008 eins og Guillaume & The Coutu Dumonts og MyMy. Meiri upplýsingar um kauða, mixið og tracklista má finna hér

Í vikunni rakst ég síðan á afterhour mix frá Rozzo úr Mountain People. Þetta mix sem er tekið upp á Slutfunk sem ég veit ekki alveg hvað er ,groovar svakalega og pumpar um leið. Ég hef ekki fundið lagalista þannig ef einhver þekkir þessi lög endilega látið mig vita, mikið af stöffi í þessu mixi sem ég myndi vilja eignast.

Greg Wilson, sem er sennilega einn fyrsti „alvöru“ plötusnúður breta, var svo með Essential Mix um helgina, löngu komin tími á það. Greg þessi á merka sögu að baki og hann segir skemmtilega frá henni á vefsíðunni sinni, forvitnilegar greinar og frásagnir fyrir þá sem hafa áhuga á fyrstu árum raf- og danstónlistar. Mixið er í boogie funk edit fíling, mér finnst fyrri helmingurinn sérstaklega skemmtilegur. MP3 og lagalisti hér.