Greinasafn fyrir merki: safnskífur

Ferða-lög

Í mínum vinahóp er stundum talað um ferðalagið þ.e. síðasta lagið áður en maður fer út (oftar en ekki á djammið). Þegar maður velur ferðalag er mikilvægt að velja rétt og þar spila margir þættir inn í, eins og oft þegar um lagaval er að ræða. Á íslensku væri kannski rétt að tala um ferðalög í tengslum við þessa safnskífu pælingu hjá Get Physical, nú eða kannski Loka Lög, skiptir ekki öllu.
„hvaða lag viltu láta spila í jarðaförinni þinni?“ er auðvitað gömul klisja en þetta er samt skemmtileg pæling og flott að setja saman heila plötu með þessu.  En ég er líka sammála Resident Advisor í því að sennilega er einna skemmtilegast að fá að heyra um ástæður fyrir valinu hjá hverjum og einum. Svo er þetta skemmtilega fjölbreyttur listi af plötusnúðum, ekki bara þýskt techno lið.

Sumt skrítið þarna samt, er ekki „Golden Brown“ um heróín? Af hverju vill DJ Hell láta spila það? Chloé velur lag með sjálfri sér og Kevin Saundersson lagið er einhvern vegin útúr kú. Skal ekki segja. Þarf að lokum varla að taka það fram að gaman væri að heyra hvaða lög lesendur myndu velja í athugasemdum. Þarf aðeins að melta það sjálfur, dettur ekkert sniðugt í hug núna allavega.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook