Greinasafn fyrir merki: sherburne

Justin Bieber brosir hægt og rólega

Þessi endurhljóðblöndun listamannsins Shamantis (e.þ.s. Nick Pittsinger) á Justin Bieber hefur gengið eins og eldur um sinu á veraldarvefnum undanfarna daga. Verk Pittsinger er ekki flókið, hann tekur sykursæta tóna Bieber og spilar þá átta sinnum hægar en upphaflega, útkoman er hins vegar þrælskemmtileg.

Ég rak augun nokkrum sinnum í þetta sjálfur, en fannst þetta bara hljóma eins og lélegt gimmick grín. Þegar mikils mætir menn héldu áfram að spjalla, twitta og blogga þetta remix ákvað ég að berja herlegheitin eyrum. Viti menn, þetta er bara soldið flott, hljómar eins og epískt Sigur Rósar lag eða nýtt Vangelis stöff.

Techno-penninn Philip Sherburne setur þetta í skemmtilegt samhengi og tengir þetta við aðra hæga og rólega tóna. Góð lesning, jafnvel að renna yfir það með Bieberinn á -800% í eyrunum.