Greinasafn fyrir merki: skweee

Skweee

Skweee er tónlistarstefna sem á rætur sínar að rekja til Noregs og Svíþjóðar. Þetta er mestmegnis instrumental electro-funk skotið stöff þar sem skítugar og sleezy analog-legar synthalínur rúlla yfir lo-fi töktum. Ég get ekki alveg sagt að ég sé sannfærður um að þetta sé heildstæð ný tónlistarstefna, finnst þetta soldið hljóma eins og einhverjir hipsterar í tilraunastarfsemi innan 8-bit/demo senunnar undir dubstep áhrifum en það má engu að síður finna skemmtilega músík undir formerkjum skweee.

Það má lesa meira um stefnuna í Guardian í skemmtilegri seríu blaðamannsins John McDonnell, Scene & Heard, og í síðasta Fönkþætti kom íslenski skweee tónlistarmaðurinn Rabbi Bananas í heimsókn. Þá er hægt að tjekka á labelunum Harmönia, Flogsta Dancehall og dødpop, listamönnum eins og Beem, Pavan, Eero Johannes og Randy Barracuda. Að lokum er síðan Nation of Skweee með skemmtilegt spjallborð þar sem fræðast má betur um skweeeið.