Greinasafn fyrir merki: Slam

Mixmag velur besta plötusnúð allra tíma

Tímaritið Dj Mag hefur í langan tíma staðið fyrir kosningum á hundrað bestu plötusnúðum ársins. Á hverju ári rignir yfir mann myspace skilaboðum frá plötusnúðum sem langar komast á listann og þykir mikilvægara að maður kjósir þá heldur en að maður fíli þá.

Dj Mag listinn þykir mér yfirleitt fyrirsjáanlegur og leiðinlegur. Efstu sætinn eru yfirleitt þétt setinn af trans og prog plötusnúðum og lítið pláss virðist vera fyrir plötusnúða sem spila aðrar stefnur á listanum.

Nú hefur tímaritið Mixmag heldur betur tekið sig til og beðið fólk um að velja besta plötusnúð allra tíma. Í tilefni keppninar hefur Mixmag tekið viðtal við þekkta plötusnúða og tónlistarmenn og spurt þá um þeirra uppáhalds snúða.

Arthur Baker

Orde Meikle(annar helmingur Slam)

Craig Richards

Þessi viðtöl þykir mér skemmtileg þó svo að ég haldi verði svipaðar í  kosningum DjMag vonast ég að listinn verði fjölbreyttur og skemmtilegur. Ef marka má viðtölin gæti hann kannski orðið það. Hér er hægt að kjósa.

Föstudagsflagari

Árið 2000 jaðraði ég enn við að vera unglingur. Ég var aðeins farinn að grúska í danstónlist og fór stundum í Þrumuna sálugu. Sagði Grétari hvað ég væri að skynja og hann skildi hvað ég átti við. Einhverntíma fór ég heim með Slam – Past Lessons Future Theories.

Þegar heim var komið smellti ég honum í gang og á svona fimmtu mínútu er hreinlega allt að frétta. Bassalínan úr Heavenly dettur inn. Ég var nýbúinn að smíða Þrumujálk og allt var stillt í botn. Það var rómantískt techno augnablik. E Dancer er eitt af listamannsnöfnum Kevin Saunderson. Þau lóð sem hann hefur lagt á vogarskálar techno’sins verða seint öll upptalin.

Kevin fær hér töframannin Juan Atkins til að endurhljóðblanda, og úr verður föstudagsflagarinn 19. mars 2010. Slíkir eru töfrarnir.

Jón Frímannsson