Greinasafn fyrir merki: Soundcloud

Meira af Soundcloud tölfræði

Rakst á þessa grein um daginn og fannst það eignlega skylda mína að benda á hana í framhaldi af því sem ég skrifaði hér fyrr í sumar.

Í greininni er bent á sjö einföld atriði til þess að eignast aðdáenda hóp á Soundcloud. Þó  svo meginatriðið í greininni virðist samt vera að maður á finna aðra sem gera tónlist sem manni þykir spennandi og getur fylgst með eru atriði þarna sem ég var ekki búinn að spá í .Svo er það nátturulega spurning  hvert markmið manns með Soundcloud er.  Greinina má finna hér.

Soundcloud tölfræði og aðrar samfélagsmiðlapælingar

Tónlistarbransinn hefur breyst talsvert  á síðustu árum, sérstaklega hvernig fólk getur komið sér á framfæri. Í dag stendur fólki til boða fjöldinn allur af internet platformum, samfélagsvefjum og kynningarleiðum til að koma sjálfum sér á framfæri. Nú ætla ég ekki að fara að ræða um kosti og galla netvæðingarinnar almennt heldur aðallega velta fyrir mér tilteknu, skondnu hegðunarmynstri fólks á þessum nýju miðlum.

Ég hef verið virkur á Soundcloud í u.þ.b 2 ár og hægt og rólega hef ég fundið hóp af fólki sem mér þykir vera að gera spennandi og góða hluti tónlistarlega séð. Ég lendi í því öðru hverju að random lið byrjar að follow- a mig. Tónlistin þeirra er frábrugðinn minni eigin, það virðist ekki hafa neinn sérstakan áhuga á því sem ég er að gera, hlustar ekki á neitt af tónlistinni minni, hefur ekki samband við mig með beinum hætti né sýnir prófíl mínum meiri athygli heldur en einföldum follow-músasmelli.  Við nánari athugun kemur í ljós að þetta lið er að follow-a mörg þúsund manns. Þessa viðleitni hef ég aldrei skilið. Hvað er markmiðið með svona löguðu? Að fá fólk til að svara í sömu mynt og öðlast þannig góðan hóp af aðdáendum sem hafa þó líklegast ekki mikinn áhuga á því sem þú ert að gera en fylgja þér eingöngu vegna samviskubits?


Soundcloud – Skemmtileg vefþjónusta en notendur hennar eru misjafnir

Ég hugsa að flestir SoundCloud notendur kannist við skilaboð með fyrirsögninni „X just sent a private track called Y to you and 99999 other people“. Hversu prívat eru slík skráarskipti í raun og veru? Á maður að vera uppi með sér af því að maður var hluti af þeim tugum þúsunda sem X tróð lagi sínu upp á óumbeðinn eða á maður bara að flokka þetta sem ruslpóst?

Það sem gerir þetta enn skrýtnara er svo að því frægari sem maður er því minna vill maður fylgja fólki. Flest allir á á Soundcloud sem eru með stóran aðdáenda hóp follow-a aðeins aðra fræga (frægur í þessu samhengi vísar þá til þess að vera með stóran hóp að fylgjenda). Þetta þykir mér fyndin pæling, ennþá fyndnari er hún þegar maður hefur hefur fylgst með þróun Soundcloud ferils viðkomandi. Þar sem þeir byrja á því fylgja eins mörgum og þeir geta, en fækka svo í þeim hópi er þeirra eigin fylgjendum fjölgar.

Þessi þróun er annars síður en svo bara bundinn við SoundCloud, aðrir tónlistatengdir vefir á borð við Bandcamp, Myspace og Mixcloud eru sama merki brenndir og svipaða sögu er að segja af síðum eins og Facebook og Twitter. Í mínum bókum stafar svona internet-hegðun af einhvers konar blöndu af sjálfhverfu, frægðarþrá og yfirborðskennd. Þegar á heildina litið held ég líka að það sé betra að nota þessar samskiptaleiðir, líkt og flestar önnur samskiptaform, meira í samræðuformi, af meiri einlægni og gagnkvæmum áhuga. Afhverju ekki að fylgjast almennilega með 100 manns sem þú hefur áhuga á, eiga í merkingabærum samskiptum við þá, fá gagnrýni og ábendingar og tónlist eða aðra menningu sem þú hefur áhuga á í stað þess að spamma 1000 manns sem finnst þú frekar óþolandi?

Þetta tel ég vera einn stærsta gallann við DIY-internet hugmyndina, það leiðir til þess að þeir sem eru óforskammaðir ná lengra en þeir ættu að ná. Allavega ná þeir óskammfeilnu fleiri eyrum og skapa meiri pirring heldur en þeir sem eyða tíma sínum frekar í tónsmíðar eða aðra skapandi vinnu, í það minnsta fyrst um sinn. Þegar til lengri tíma er litið held ég að það sé öfugt samband milli þessu hversu miklum tíma þú eyðir á internetinu og hversu marga vini eða fylgjendur þú átt og svo þess hversu góða tónlist þú ert að gera.

Magnús Felix | magnusfelix@gmail.com

SyrpuSyrpa #22

MCDEMotor City Drum Ensemble er einn af mínum uppáhalds próducerum þessa dagana, honum tekst að búa til deep house eins og allir aðrir eru að gera en samt einhvern veginn öðruvísi og ég mæli með að fólk tékki myspace-inu hjá kauða. Um daginn spilaði hann í New York á Sunday Best, settið hans þaðan má finna hér.

Íslandsvinurinn og „Stepnó“ kóngurinn Martyn gerði síðan mix fyrir síðuna Brainfeeder sem hefur fengið nafnið  „The Count’s Secret Planet“. Eins og búast má við er mixið  fjölbreytt og skemmtilegt eins og flest sem hann gerir. Í mixinu hoppar Martyn á milli hip hops og dubsteps og minnir mig semi á Essential mixið hjá Flying Lotus sem er án efa eitt af betri mixum síðari ára. Mixið má finna hér.

Síðustu viku setti plötusnúðatvíeikið Bypass svo nýtt mix á Soundcloudið sitt. Mixið er skemmtilega fjölbreytt fer frá Electro-i í Deep house og indi stöff. Skemmtilegt mix sem ég mæli með.

Soundcloud/Myspace Rúntur#1

Ætla að setja í gang nýjan lið hér á síðunni sem ég hef gefið nafnið „Soundcloud/Myspace Rúntur“, ætlunin er að benda á tónlistarmenn (og soundcloud/myspace síður þeirra) sem eru að gera góða hluti án þess þó að vera komnir á samning eða eiga að baki margar útgáfur. Byrja á smá þjóðrembing og bendi á nokkra Íslendinga sem eru að gera skemmtilegt dót. Engan vegin tæmandi listi heldur bara nokkrir góðir sem ég mundi eftir í fljótu bragði í sunnudagsþynnku.

.

Republic of Noice

Republic of Noice eða bara Axel hefur fengist lengi við drum & bass músík, hef verið svo heppinn að fá lög frá honum endrum og einu sinni og haft gaman af. Honum hefur farið mikið fram að mínu mati og nýjustu lögin á síðunni hans eru með þétt og flott sánd og góðar pælingar. Hef sérstaklega gaman af  „Play that Tape“, „Face Me“ og „You Had it Commin'“, það síðast nefnda minnir mig soldið á Break. Skora á strákinn að senda þessi lög á valin label, þetta er efni sem á algerlega erindi í útgáfu!

.

Hypno

Hypno (sem hét áður Hypnotik að ég held og gengur einnig undir nafninu Kári) er ungur og efnilegur dubstep og hip hop pródúser. Remixið sem hann gerði af „God Bless the Child“ með dOP er skemmtilega spes, bassa fílið minnir mig á Kode9, beatið er í garage fíling og vókalinn er frábrugðin flestu sem maður hefur heyrt í dubstep áður. „To the grave“ er líka skemmtilegur wobbler.

.

Einum Of

Einum Of er líka ungur og upprenandi og er á svipuðum wobbl dansgólfa slóðum í sínum dubstep smíðum. Hljóðskrár frá honum hafa m.a. ratað til Breakbeat.is snúðanna og Gunni Ewok hefur ósjaldan sett „Ninja’s Step“ á fón, enda prýðilegt lag.  (Sé það þegar ég smelli mér á myspaceið hans að hann er kominn með digital útgáfu hjá Filthy Digital til hammó með það!)

.


Subminimal

Tjörvi semur músik sem Subminimal og gerir allskyns raftóna, iidéemm ahmbíent, döbstep og drömmenbeis og er það vel. Mínimalismi er kannski það sem tónsmíðar hans í hinum ýmsu geirum eiga sameiginlegt? Ég kann m.a. vel að meta „Lifir á því sem hann Segir“, dubstep slagari þar sem Erpur er á mæknum og „Delta One“ og „Logical“ sem eru dnb rollerar sem hafa ratað í cdj’a hjá mér. Gjafmildur og góðhjartaður er hann Tjörvi einnig og býður almenningi upp á 320 kbps mp3 af dub-techno laginu „Moving Headlights in an Empty City“ undir Creative Commons leyfi. Takk Tjörvi!

Látum þetta gott heita í bili, en það er af nógu að taka og vonandi munum við benda á fleiri skemmtilega og efnilega pródúsera innan og utan landsteinanna. Áhugasamir tónlistarmenn geta smellt mp3/wav í SoundCloud dropboxið okkar hérna til hægri.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Soundcloud

SoundCloud er frekar sniðugt dæmi fyrir hljómsveitir, tónlistarmenn, pródúsera og plötusnúða. Videoið útskýrir það allt saman miklu betur en ég gæti gert í orðum (allavega miklu betur en ég nenni að gera…). Þar að auki virðast SoundCloud menn vera komnir með góðan notendahóp, bæði frægir og virtir listamenn sem og upprennandi hæfileikafólk, en öflugur hópur notenda er sennilega eitt það mikilvægasta sem web 2.0 batterý á borð við SoundCloud. Getur verið með bestu social web hugmynd í heimi en ef þú ert bara með fjóra óvirka notendur er ekkert varið í síðuna þína. Bisness hliðin er einnig mikilvæg, veit ekki hvernig þeir ætla að láta það ganga upp en óska þeim alls hins besta…

Meðal þeirra listamanna sem ég hef rekist á þarna má nefna Martsman, Philip Sherburne, Pheek, D-Bridge, Domu og fleiri og fleiri. Svo eru Jazzanova með remix keppni þarna líka. Sneddí konsept sjáum hvernig þetta þróast.
Skráði svo dansidans þarna inn, ef þú ert með lag eða dj sett sem þú vilt koma á framfæri geturðu einfaldlega smellt því í dropboxið okkar (sjá einnig link hér til hægri).

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook