Greinasafn fyrir merki: Specimen 4

Föstudagsflagarinn – C2C4 Specimen 4

Föstudagsflagarinn að þessu sinn er re-edit af Hit & Run með Loleatta Holloway. Lagið er re-editað af C2C4 sem er betur þekktur sem Carl Craig. Hann gaf út tvær 12″ undir þessu nafni og eru öll lögin á 12″ re-edit og heita Specimen #

Specimen 4 er mitt uppáhalds af þessum lögum. Ég heyrði það fyrst í Resident Advisor mixi Íslandsvinarins Motor City Drum Ensemble, ef þú hefur ekki heyrt það mix, mæli ég með að þú tékkir á því. Hin kynþokkafulla rödd Lolettu Holloway heldur manni við efni á meðan groovið í bassanum fær mann til að gretta andlitið(elska þegar slíkt gerist).

Platan er frá 2004 og er því erfitt að finna hana í plötubúðum. Á discogs er hún frekar dýr, en í augnablikinu er ódýrasta eintakið á 21 evru.

Góða helgi
Magnús Felix