Greinasafn fyrir merki: Steve Angello

Paris Hilton slær í gegn á WMC – Myndir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum danstónlistarunendum að WMC hátíðin fór fram nú um helgina í Miami. WMC eða Winter Music Conference er einn af stærri viðburðum danstónlistarheimsins og þá daga sem hún stendur yfir má finna öll stærstu nöfn bransans í Miami borg. Í kringum hátíðina sjálfa, sem er eins konar ráðstefna, eru haldin óteljandi partý og eru line uppin þar vægast sagt rosaleg.

.

steve Steve Angello er eitt stykki blautur teknó plötusnúður

Í dag rakst ég síðan á þessa blogfærslu frá Paris Hilton, en hún var í partýi á WMC þar sem Steve Angello var að spila, en hann er þekktastur fyrir að vera meðlimur í Swedish House Mafia sem er pæling sem ég hef ekki enn skilið.

Auðvitað er Paris Hilton „áttu ekki einhverja svona skemmtilega tónlist“ týpan sem er oft í slagtogi við gríndansarann sem Kalli fjallaði um í síðustu færslu. “ I like certain techno music, but this was not even danceable and was frankly giving me a migraine“  sagði hún um tónlistina sem Angello var að spila og ákvað að taka málin í sínar hendur. „I asked the DJ if he could please play Daft Punk or Bob Sinclair and he rudely snapped at me and was like ‘I only play this kind of music.“

Restina að sögunni má nálgast hér. Steve Angello póstaði eftirfarandi commenti um atburðin „for someone who claims to make records … dont come into a booth and ask me to play hip hop and then have your doorman slap me“. Hér má svo að lokum finna úttekt Beatportal á herlegheitunum. Annars hefur dansidans almennt ekki mikin áhuga á danstónlistarslúðri, Paris Hilton eða Steve Angello, en þessi saga er eitthvað svo súrealísk og fyndin að rétt er að koma henni á framfæri.

P.Diddy og danstónlist

Fyrr um árið spiluðu  Claude VonStrokeThe Martinez Brothers og Steve Angello með P.diddy  í partýi á Miami WMC. P.Diddy var óður í að fá að spila á WMC þar sem honum fannst svona samkomur vera á niðurleið eða eins og hann sagði

„Honestly, the reason I’m doing The Main Event is because I’m not impressed with what I’ve been hearing recently, A music conference is supposed to be about freshness and innovation and a remarkable music experience. Sadly, I feel that the last couple of conferences have lacked innovation. This party is not for commercial dance music muthf*%kas“.

Þetta kvöld var að margra mati mjög hallærislega þar sem P.Diddy var einhvers konar ,,hype maður“ fyrir plötusnúðana, hoppaði um sviðið  til að fá athygli.

Ég hélt að þetta væri eitthvað one time thing hjá Diddy en ég um daginn rakst ég á þessa mynd.

ricardo

Síðan hvenar fór Ricardo að spila back2back með P.diddy ?

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook