Mix, mix, mix… Hér eru nokkur góð fenginn í hressandi hlaðvarpsáskrift!
Move D
Þjóðverjinn Dave Moufang er betur þekktur sem Move D og hefur undir því nafni samið fínustu músík í hinum ýmsu stefnum og straumum. Hann spilaði sett á New York klúbbnum The Bunker um daginn og skilaði syrpan sér í hlaðvarp Bunker manna. Gott house grúv í gangi þar.
Umboðsskrifstofan Reprise Agency er líka með öflugt hlaðvarp í gangi og nýjasta syrpan í röðinni er frá Hessle Audio meðliminum Pangea. Frábært sett þar sem hann blandar saman dubstep, grime og old skool hardcore tónum.
Að lokum er rétt að benda á nýjasta kaflan í Club Autonomic podcastinu, dBridge og Instra:Mental týna til tónlist frá áhrifavöldum sínum og smella svo saman glænýju drömmenbeisi í góða sveiflu. Meðal listamanna sem eiga plötu á fón í þessari syrpu má nefna Prince, Boards of Canada, Zapp og Vangelis.