Greinasafn fyrir merki: Syrpu Syrpa

Syrpu Syrpa #16

Mix, mix, mix… Hér eru nokkur góð fenginn í hressandi hlaðvarpsáskrift!

Move D

Þjóðverjinn Dave Moufang er betur þekktur sem Move D og hefur undir því nafni samið fínustu músík í hinum ýmsu stefnum og straumum. Hann spilaði sett á New York klúbbnum The Bunker um daginn og skilaði syrpan sér í hlaðvarp Bunker manna. Gott house grúv í gangi þar.

Umboðsskrifstofan Reprise Agency er líka með öflugt hlaðvarp í gangi og nýjasta syrpan í röðinni er frá Hessle Audio meðliminum Pangea. Frábært sett þar sem hann blandar saman dubstep, grime og old skool hardcore tónum.

Að lokum er rétt að benda á nýjasta kaflan í Club Autonomic podcastinu, dBridge og Instra:Mental týna til tónlist frá áhrifavöldum sínum og smella svo saman glænýju drömmenbeisi í góða sveiflu. Meðal listamanna sem eiga plötu á fón í þessari syrpu má nefna Prince, Boards of Canada, Zapp og Vangelis.

Syrpu Syrpa #13

DansiDans hlaðvarpið ætti auðvitað að vera meira en nóg fyrir ykkur þessa vikuna! En hér eru linkar á aðrar góðar syrpur sem hafa barið eyru okkar undanfarið.

.

www.club-autonomic.com

Í vikunni datt inn nýr kafli í Autonomic Podcastinu, getið náð í mp3 eða gerst áskrifendur hér. Instra:Mental og dBridge setja saman þessar syrpur og blanda þar eldri áhrifavöldum úr ýmsum áttum við glænýtt drum & bass og dubstep, lagalistarnir eru ekki birtir en ef maður er klár á internetinu ætti ekki að vera mikið mál að grafa þetta upp.

Anja Schneider og félagar hennar hjá Mobilee settu á dögunum í gang podcast, þeir eiga ágætis back catalogue og ófáa hæfileikaríka snúða og listamenn á sínum snærum.

Ég veit ekki hver DJ Vorn er en hann setti saman rosalega Hacienda Classics syrpu þar sem ófáir dansklassíkerar koma við sögu. Mæli með því!

Syrpu Syrpa #8

Tim Sweeney

Íslandsvinurinn Tim Sweeney hefur um árabil haldið úti útvarpsþættinum Beats In Space og í síðasta þætti tók hann fyrir árið 2008. Disco/House/Dansrokks fílingur hjá honum enda er hann eitthvað bendlaður við DFA. Góður þáttur og ég mæli líka með podcastinu.  (p.s. Ég held alveg örugglega að ég sé ekkert að rugla þegar ég segi að hann hafi spilað í Reykjavík en man það samt bara óljóst. Kannski 2006 eða 2007, á Barnum. Getur það ekki passað?)

dBridge og Instra:Mental fóru af stað með nýtt podcast undir merkjum Club Autonomics. Þetta er samt ekkert podcast því það er ekki hægt að gerast áskrifandi af því, en burtséð frá þeim misskilningi er þetta frábært framtak! Þetta þríeyki er að gera einhverja mest spennandi hluti í drum & bass heiminum í dag og í þessu „podcasti“ spila þeir eldri lög sem hafa haft áhrif á þá í gegnum árin auk þess sem þeir taka syrpu af spánýju dóti. Algert killer sett!

Domu var í gamla daga þekktur sem Sonar Circle og gaf út drum & bass hjá Reinforced en undanfarin ár hefur hann verið viðriðin hina illskilgreinanlegu broken beats senu. Hann smellti tveimur mixum á vefsíðu sína um daginn, eclectic pælingar í gangi, flott stuff.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook