Greinasafn fyrir merki: syrpur

Syrpu Syrpa #4

Fyrsta mixið í plötusnúningakeppni Flex er dottið inn. House mix frá BenSol. Það er ennþá nógur tími til þess að taka þátt.

To the The Bone er með 2 hörkumix , annars vegar frá þýsku deep house plötusnúðunni Steffi  og hins vegar frá plötusnúðnum Charlie TTB.

Resident Advisor podcastið er soldið hit and miss en Motor City Drum Ensemble mixið frá því í síðustu viku var frábært og Trus’me mixið lítur vel út líka.

Að lokum má svo tjekka á bestu mixum ársins 2008 að mati Little White Earbuds hér. Við ættum kannski að gera syrpu syrpu ársins 2008 hérna við tækifæri…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Syrpu Syrpa #2

Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.

Flying Lotus

Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!

Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.

Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.

Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)

Flex með Svefnherbergjaþeyting

Flex félagar eru með skemmtilega pælingu í gangi:

Svefnherbergjaþeytingur Flex Music 2008

Plötusnúðar og tónlistarmenn sem eru þarna úti og hafa áhuga á að koma fram í útvarpi geta tekið þátt í skemmtilegri keppni.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda inn syrpu á flex@flex.is sem er 30 – 60 mín að lengd. Í póstinum þarf að taka fram hvernig syrpan var sett saman, þaes. hvernig búnaður var notaður. Gaman væri að fá mynd af aðstöðunni en það er ekki nauðsynlegt.

Flott hugmynd sem virðist vera að fá fínar undirtektir. Að mínu mati mun líklegri til þess að skila árangri en „alvöru“ live dj keppni myndi gera um þessar mundir, erfitt að ná grúskurunum úr svefnherberginu.

Syrpu Syrpa #1

Í liðnum „syrpu syrpa“ ætlum við að benda á skemmtileg dj mix sem hafa orðið á vegi okkar á veraldarvefnum síðustu daga. Það er alltaf nóg af skemmtilegum syrpum til þess að hlusta á, satt best að segja er erfitt að komast yfir þetta allt saman en hér er fyrsti skammtur.

Metro Area

Írsku töffararnir hjá Bodytonic eru með tvö skemmtileg mix í podcastinu sínu, alvöru Berlínar techno frá Marcell Dettman og æðislegt diskó grúv hjá Metro Area. Ef þið fílið fyrra mixið er óhætt að mæla með Berghain mix disknum sem Dettmann setti saman fyrr í ár en ef þið dönsuðuð diskó við Metro Area er óhætt að mæla með Fabric disknum þeirra sem var að koma í verslanir.

Snobbararnir og elítistarnir hjá Infinite State Machine settu inn mix frá Chicago búanum m50, kann ekki nánari deili á þeim peyja en góðan smekk hefur hann. Syrpan inniheldur lög frá ekki ómerkari mönnum en Model 500, Theo Parrish og Moodymann. Ekki er svo verra að þarna er einnig laumað inn gömlum smelli frá Exos, áfram Ísland! Tjekkið á þessari syrpu, sem hefur hlotið nafnið „Trying to Stay Hopeful“, hér.

Appleblim

Síðast en alls ekki síst er sett af pirate stöðinni Rinse FM frá Appleblim. Síðasta Rinse FM settið hans var valið mix ársins af FACT magazine, RA podcastið hans í sumar var frábært og Dubstep All Stars diskurinn hans er einn sá besti í seríunni. Einn merkilegasti pródúserinn, plötusnúðurinn og label eigandinn í dubstep senunni með sett sem nær yfir hardcore, dnb, techno og klassíska tónlist. Ekki missa af þessu