Greinasafn fyrir merki: Tech House

Plötudómur: The Mountain People – Mountain 006 ***


The Mountain People
Mountain 006
MOUNTAIN 006
Mountain People
Deep House / Minimal
3/5

Félagarnir Serafín og Rozzo sem báðir eru þungavigtarmenn í housinu mynda duoið Mountain People. Í  fyrra gáfu þeir út tvær 12″  undir þessu nafni, báðar þessar 12″ rötuðu á topplistana hjá plötusnúðum víðsvegar um heiminn, meðal annars hjá hinum þýsku Ame og tecno konunginum Ricardo Villalobos.

Á Mountain 006 er að finna tvö lög sem heita þeim frumlegu nöfnum Mountain 006.1 og Mountain 006.2(ef platan er keypt á beatport er einnig að finna auka lag). Bæði lögin minna mikið á fyrri lög dúosins, mikið percussion og mikill tech house fílingur.  Þó að lögin séu bæði mjög groovy, þá eru þau keimlík og frekar . Hér legg ég þó áherslu á groovy, þá sérstaklega Mountain 006.2.

Ég efast ekki um að bæði lögin verði spiluð í gríð og erg næsta mánuðinn, enda vel produceruð lög og Mountain People orðnir vel þekktir í bransanum . Eftirminnilega verða þau þó örugglega ekki þar sem þau eru of lík flestu öðru sem er að gera í deep housinu í dag.

Tóndæmi:
The Mountain People – Mountain 006.1
The Mountain People – Mountain 006.2

Kaupa
plötu: Juno | Phonica
mp3: Beatport