Greinasafn fyrir merki: Thor

Thule komið á Beatport

Lög  hinnar goðsagnakenndu, íslensku útgáfu Thule records er kominn á stafrænt form og er til sölu á Beatport. Á sínum tíma (og umdeilanlega ennþá) var Thule fánaberi íslenskar danstónlistar og gaf út listamenn eins og Exoz, Ozy, Thor(eigandi thule),Sanasol og Octal.  Útgáfur Thule þykja dub-kenndar og minimal og hefur útgáfan notið mikillar virðingar bæði erlendir og hérna heima, t.d. fór Michael Mayer eigandi Kompakt ,fögrum orðum um Thule þegar hann spilað á Airwaves 2008.

thule

Thule var að vísu uppi aðeins áður en ég öðlaðist vit, en það sem ég hef heyrt þykir mér geðveikt og ég mæli með að fólk þekkir ekki mikið til Thule skoði þetta nánar. Útgáfur Thule á Beatport má skoða hér

Magnús Felix|magnusfelix@gmail.com