Greinasafn fyrir merki: Tobias Rapp

Klúbbabókmenntir

Augljóslega hafa plötusnúðar, danstónlist og klúbbamenning spilað stórt hlutverk í daglegur lífi ungmenna síðustu 20 ár eða svo og gerir enn. Þessi viðfangsefni hafa orðið uppsprettan af fjöldann allan af bókum og í þessari færslu ætla ég að fjalla um nokkrar.

Altered State: The story of ectstasy culture and acid house eftir Matthew Collin og John Godfrey
Eins og titillinn bendir til fjallar þessi bók um eiturlyf, danstónlist og klúbbamenningu. Í bókinni er farið yfir hvernig MDMA þróaðist frá því að vera lyf notaða af sálfræðingum yfir í hið vinsæla rave eiturlyf betur þekkt sem ecstacy. Spennandi að lesa hvernig lyfið var notað fyrst. Skv. bókinni hefði maður fengið handskrifaðar leiðarvísir sem ætti að koma manni í gegnum reynslunna hafði maður keypt eiturlyfið 1970.

Seinni hluti bókarinn er síðan um rave-menninguna í Englandi og hvernig þeir sem stóðu á bakvið rave-inn fóru að því að klekkja á yfirvöldum. Mæli sérstaklega með fyrri hluta bókarinnar, en seinni hlutinn fannst mér verða svolítið langdrægur. Bókin er þó í heildina skemmtileg lesning fyrir alla þá sem hafa brennandi áhuga á danstónlist.

Lost and Sound: Berlin, Techno und der Easyjetset eftir Tobias Rapp
Þar sem Berlín hefur verið eins konar Mekka danstónlistaraðdáendans datt auðvitað einhverjum í huga að skrifa bók um það. Tobias Rapp hefur lengi  fylgst með senunni í Berlín og fer yfir þróunina á henni síðan á tíunda áratugnum. Gaman að heyra lesa sögur af gamla Tresor, hugmyndafræðina og söguna bakvið hin alræmda Bar25 og viðtöl við nokkra lykilmenn senunnar t.d. Dixon og Efdemin.

Skemmtilegasti hluti bókarinnar þykir mér þó vera kaflinn um Berghain eða meira um röðinna fyrir utan Berghain. Ég hef staðið í þessari röð nokkrum sinnum og gaman að sjá hvernig höfundurinn er að hugsa nákvæmlega það sama og maður sjálfur. Innervisions hafa svo fengið bókina þýdda yfir á ensku og er hún fáanlega hér.

How to Dj (properly): The art and Science of playing records eftir Bill Brewster og Frank Broughton
Þessi bók er meira svona coffee table bók heldur en hinar. Í bókinni fara þeir Bill Brewster og Frank Broughton(sem eru líka höfundar Last night a dj saved my life)  yfir öll helstu atriði plötumennskunnar eins og að beatmixa, opna nýjar plötur og meika það sem kvennkynsplötusnúður. Ýmiss skemmtileg og hagnýt ráð má finna í bókinni og misgáfuleg quote eftir fræga plötusnúða eins og „Silence is as important as sound“, ég leyfi lesendum að giska eftir hvern þetta quote er.