Greinasafn fyrir merki: Trax

Plötubúðarýni: Hard Wax

Hin goðsagnakennda Hard wax(eða Cardwax eins og Biggi í Maus kallaði hana) er staðsett í Kreuzberg Berlín. Það er ákveðinn upplifun að fara í búðina þar sem hún er staðsett í miðju íbúðarhúsnæði, sjálfur hélt ég að félagar mínir ætluðu að kaupa byssur eða eiturlyf þegar þeir sýndu mér búðina í fyrsta sinn.

Ef maður er ekki í Berlín er hægt samt hægt að versla við Hard Wax í gegnum netið(Hardwax.com). Í þessari plötubúðarýni ætla ég að fjalla um kosti og galla netverslunar Hard Wax. Athugasemdir, ábendingar og frekari umræða í athugasemdakerfinu væri vel þegin.

Kostir:

Sendigar- tími og kostnaður
Hard Wax notast við UPS og er því sendingartími(á meginlandinu) mjög stuttur. Ég hef fengið plötur frá þeim í hendurnar aðeins tveim dögum eftir að ég pantaði þær. Þrátt fyrir þennan hraða er kostnaðurinn við sendinguna ekki svo hár en hægt er fá allt að 100 plötur sendar fyrir aðeins 14 evrur.

Úrval
Hægt að finna allt frá glænýju dubstep-i yfir gamlar Trax útgáfur hjá Hard Wax. Þeir bjóða uppa rosaleg úrval af Detroit house og technoi sem mér hefur ekki tekist að finna annarstaðar. Svo er auðvitað alltaf til það nýjasta frá Shed/Wax/EQD og SoundStream sem er oftast „must“.  Hard Wax hefur þó alltaf verið þekkt fyrir gott úrval af techno-i.

Tóndæmi og lýsingar
Á öllum plötum bjóða Hard Wax upp á tóndæmi og stutta lýsingu. Spilarinn er einfaldur „klick and play“ og lýsingar á plötunum eru oft skemmtilegar. Margur plötusnúðurinn hefur minnst á mikilvægi TIP sem starfsfólk notar til að bendar á plötur sem þeim þykir góðar.

Flokkunin
Viðmót síðunnar minnir mann svolítið á alvöru plötubúð og að browsa í gegnum flokkana og allt sem maður sér og hlustar á er til. Flokkunin stefnum er einföld og smá rakka fílingur í það að renna niður síðurnar.

Gallar:

Engin Óskalistar eða Spilalistar
Hard Wax býður manni ekki að fá áminningu þegar útgáfa eða listamaður gefur út plötu. Ekki er hægt að skoða plötur sem ekki eru uppseldar og biðja um að fá áminningu ef og þegar þær koma aftur. Þá er heldur ekki hægt að búa til spilalista úr tóndæmum, heldur verður maður sífellt að vera velja ný lög. Þetta hefur svolítil áhrif á hvernig maður verslar.

Engin Topplistar
Margar síður, t.d. Juno og Beatport, fá dj-a til að búa til topp 10 lista fyrir sig. Kostir og gallar þess eru reyna efni í grein útaf fyrir sig, en í stuttu máli geta þannig listar hjálpað manni að uppgötva nýja tónlist.

Niðurstaða:

Hard Wax  nýtir sér ekki alla kosti þess að vera með verslun á netinu en tekst þó að gera plötukaup í gegnum netið aðeins öðruvísi og persónulegri. Þjónustan er fín og sendingartíminn stuttur. Margt finnur maður þó ekki í Hard Wax en ef hart techno er það sem maður er að leita af þarf maður ekki að leita lengra.

Jútjúb Miksteip #8 – 80’s House

Grimmt og óforskammað plögg í gangi hér, en ég er ásamt Árna Kristjáns að standa að 80s danstónlistarkvöldi undir nafninu 198X á Kaffibarnum á fimmtudaginn kemur. Þar ætlum við að spila boogie, house, electro, techno og sitt lítið fleira frá níunda áratugnum. En svo sem löngu kominn tími á smá 80s house og hér er ætlunin að tína til þekkt og góð lög sem eru þó kannski ekki á allra vitorði.

.


Frankie Knuckles & Satoshie Tomiie – Tears
Frankie Knuckles er oft kallaður guðfaðir house tónlistar en nafn stefnunnar er sagt hafa komið frá Warehouse klúbbnum þar sem Knuckles var fastasnúður. „Tears“ var unnið með Satoshie Tomiie árið 1989 að ég held og í vókal útgáfunni sem við heyrum hér er það rödd house tónlistar, Robert Owens, sem að þenur raddböndin.

.


Plez – I Can’t Stop
Þekki ekki mikið til Plez en „I Can’t Stop“ er algert killer lag, var meðal annars að finna á Ame Fabric disknum sem kom út í fyrra enda hljómar þetta eins og þetta gæti verið að koma út í dag.
.


Mr. Fingers – Beyond the Clouds

Í hverri einustu upptalningu af klassískum house lögum má finna „Can You Feel It“ með Mr. Fingers, enda á maður það orðið í 15 mismunandi útgáfum á 30 mismunandi safnskífum. Larry Heard e.þ.s. Mr. Fingers hefur þó gert óteljandi aðra klassíkera í gegnum tíðina og „Beyond the Clouds“ er einn þeirra, ljúfur og svífandi acid fílingur í gangi.

.


JM Silk – Music Is The Key
Smellum hér inn einu hip house lagi enn eins og nafnið bendir til var hip house tilraun til þess að blanda saman hip hop og house tónlist, þetta var skammlíft trend sem þó hafði mikil áhrif á eurodance dót næstu ára/áratuga. Sum þessara laga eru þó stórskemmtileg og ekki síst vókalarnir, finnur t.a.m. varla betri línu en „I am a dj man / and Music is my plan“ eins og er sönglað hér í upphafi.

.


KC Flightt – Let’s get Jazzy
Smá jack fílingur í gangi hér, fáránlega góð bassalína og voxarnir og percussionið í kring er gott partý.

Svona mætti auðvitað lengi telja og væri gaman að fá fleiri linka í athugasemdir. En ef þið viljið tjútta við svona stöff sjáumst við vonandi á Kaffibarnum á morgun.

Föstudagsflagarinn #4

Það er enginn annar en Marshall Jefferson sem á föstudagsflagarann þessa vikuna, en hann  er af mörgum talinn vera einn af frumkvöðlum housetónlistarinnar, þá sérstaklega jackin´housins sem er kennt við Chicago. Hann hefur gefið út mikið af frábæri tónlist, meðal annars  á hinu goðsagnakennda Trax.

Hann gerði hið ódauðlega lag Move Your body sem virðist ennþá virka hvar sem það er spilað. Það er hins vegar ekki flagari vikunar heldur lagið Mushrooms.En í laginu segir Marshall frá því þegar hann tók sveppi í fyrsta sinn. Ekki veit ég hvort þessi saga sé sönn, en lagið er að engu síður frábært. Ég komst fyrst í kynnum við lagið þegar ég heyrði remixið hans Justin Martin af laginu sem ég mæli einnig með að fólk tékki á.

Magnús Felix //magnusfelix@gmail.com