Greinasafn fyrir merki: Trus’me

Soulfoul Dirt

Langaði að vekja athygli lesenda á hinu skemmtilega skoska leibeli Firecracker Recordings. Útgáfan er staðsett í Edinborg og er rekin af Lindsay nokkrum Todd (House of Traps). Tónlistarstefnan er „skítug sálartónlist“ (samkvæmt Todd) og á sú skýring vel við í sjálfu sér því Firecracker hafa notið stuðnings sérvitra plötusnúða á borð við Theo Parish, Trus’Me og Moodyman. Skítug sálartónlist myndi svo á mannamáli útleggjast sem einhverskonar blanda af disco-editum, deep-house-i og detroit techno-i sem allt er unnið á þar til gerðann analog útbúnað.

Dæmi um umslag frá skosku strákunum.

Dæmi um umslag frá skosku strákunum.

Þetta eru auðvitað miklir pjúristar og hafa mikinn áhuga á listinni – og því er öllu komið fyrir í sérstaklega fallegum (og eflaust dýrum) umslögum. Myndir af listamönnunum er hinsvegar ekki mjög auðvelt að finna. Næsta útgáfa sem veriður númer fjögur í röðinni (gæði yfir magn – fyrsta útgáfan er frá árinu 2004) og þar á eftir kemur svo fyrsta tólf-tomman (hingað til verið á 10″ formatti) en það umslag verður allt handunnið. Þeir munu svo sækja efnivið til Ungverjalands fljótlega en House músíkant að nafni Vakula mun eiga Ep.

Aðal nafnið á Firecracker er samt sem áður Skoti að nafni Linkwood (Nick Moore) en Linkwood þessi mun gefa út sína fyrstu LP plötu nú í vor sem bera mun nafnið Clearing the System. Platan er væntanleg á útgáfu Trus’Me, Prime Numbers.

Nýlegt mix frá Linkwood hér!

Firecracker: http://www.myspace.com/firecrackerrecordings
Linkwood: http://www.myspace.com/linkwoodfamily
Vakula: http://www.myspace.com/vakula
Trus’Me http://www.myspace.com/trusme

-Leópold Kristjánsson

Syrpu Syrpa #4

Fyrsta mixið í plötusnúningakeppni Flex er dottið inn. House mix frá BenSol. Það er ennþá nógur tími til þess að taka þátt.

To the The Bone er með 2 hörkumix , annars vegar frá þýsku deep house plötusnúðunni Steffi  og hins vegar frá plötusnúðnum Charlie TTB.

Resident Advisor podcastið er soldið hit and miss en Motor City Drum Ensemble mixið frá því í síðustu viku var frábært og Trus’me mixið lítur vel út líka.

Að lokum má svo tjekka á bestu mixum ársins 2008 að mati Little White Earbuds hér. Við ættum kannski að gera syrpu syrpu ársins 2008 hérna við tækifæri…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook