Greinasafn fyrir merki: Ustream

Föstudagsflagarinn – Exos Survivor

Ustream býður fólki upp á að búa til eigin stöðvar og vera með beina útsendingu á netinu. Þetta er skemmtilegur miðill fyrir plötusnúða þar sem plötusnúðar geta streamað músik og mynd í beinni út á internetinu. Þeir sem fylgjast með geta kommentað og átt í samræðum við plötusnúðinn um hvað hann er að spila. Einnig finnst mér alltaf gaman að geta fylgst með plötusnúðum þegar þeir eru að spila.

Nokkir íslenski plötusnúðar nýta sér þetta þar á meðal strákarni sem standa bakvið Kviksynða kvöldin og Dj Kalli. Um páskana datt ég inná beina útsendingu hjá þeim félögum í Kviksynða. Strákarnir voru að spila skemmtilegt teknó og eitt lagið höfðaði sérstaklega til mín.

Ég ráðfærði mig við klárari menn og brá heldur í brún þegar ég komst að því að þetta væri íslenskt. En þetta var lagið Survior eftir Arnvið Snorrason sem er líklega betur þekktur sem Exos.  Exos var ansi duglegur að senda frá sér tónlist í byrjun síðasta áratugs og spilaði einnig víða um heim. Lagið Survivor, sem er af plötunni Strength sem kom út á Force Inc 2001, byggist á einföldum fallegum hljómum yfir frekar „straight out“ techno takti. Nú er ég búinn að renna margoft yfir lagið síðustu vikur enda virkar það vel um eftirmiðdaginn með kaffinu. Ímynda mér þó að það myndi líka virka mjög vel á dansgólfinu.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=_MCj5thzHRg%5D
Ég hvet unga danstónlistarunnendur til þess að kynna sér eldir íslenska danstónlist ef þeir hafa ekki gert það. Thule Records er ágætis byrjunarreitur.