Greinasafn fyrir merki: vínyll

Plötublæti

Nokkrir skemmtilegir linkar á skemmtilegt plötu tengt stöff. Fyrir vínyl perrana.

Dust and Grooves birtir forvitnileg viðtöl við alvöru diggera, flottar myndir af fallegum plötum sem eiga heima í flottum söfn og skemmtilegar sögur sem því tengjast. Góð lesning og þeir bjóða líka upp á góða tóna.

Dust and Grooves heimsækja King Britt

DJ Rooms er á tengdum slóðum en þeir birta myndir af hljóðverum og herbergjum plötusnúða.

Dj Rooms taka hús á Marcel Dettmann

Schallplatten og Vinyl Liebe  bloggin eru svo enn minimalískari en þau birta plötutengdar myndir sem ylja manni um hjartaræturnar.

Vinyl Liebe halda upp á Miles

Brunarústir hjá Fuck Yeah Schallplatten

Vínylskurður

Flestir lesendur þessarar síðu hafa eflaust klippt tónlist í stafrænu formi sundur og saman í þar til gerðum forritum. Sumir gamlir refir hafa jafnvel unnið með segulband, klippt það og límt og búið til edit og remix. En ætli það séu ekki færri sem hafa skorið í sundur og sett saman vínyl plötur eins og listamaðurinn Ishac Bertran hefur dundað sér við.

Plötuskurður

mynd af blog.ishback.com

Bertran sker skífurnar í sundur með leysigeisla og límir svo ólíka hluta saman með einföldum hætti. Þetta er hugmynd sem flestir sem hafa handleikið plötur hafa eflaust fengið en Bertran lét ekki þar við sitja heldur útfærir hana vel. Útkoman er nokkuð forvitnileg.

Endilega bendið á fleiri vínyl tilraunir í athugasemdunum ef þið lumið á slíku.

(via Wired)

 

 

 

 

 

Vangaveltur um vínylsölu

Það var forvitnileg frétt í Fréttablaðinu í síðustu viku um söluaukningu á vínylplötum. Svipaðar fréttir hafa reyndar birst reglulega síðustu ár, þ.e.a.s. óstaðfestar fregnir um aukningu á hlustun á og viðskiptum með vínylinn. Slíkum „fréttum“ hef ég oftast tekið með fyrirvara þar sem þær hafa oftast verið í einhvers konar human-interest-dægurmála fíling og falist í:

1) viðtali við 15 ára frænda blaðamannsins sem síðustu tvær vikur hefur hlustað á gamlar Led Zeppelin plötur sem pabbi hans átti út í skúr
2) stuttu kommenti frá þeirri hipster hljómsveit sem er vinsælust þá stundina sem segist ætla að gefa út á vínyl, því þeir vilji „halda trygð við vínylinn, hann sé svo alvöru“.

Það er ekki mikið að marka slíka fréttir, ég held að í ákveðnum kreðsum sé vínylinn enduruppgötvaður og gleymdur með reglulegu millibili enda stafræn form handhægari á nánast alla vegu.

Old Vinyl mynd: fensterbme

Fyrrnefnd frétt féll þó ekki alveg í þessa gryfju, því fyrir utan að tala við tvo hljómplötusala sem hafa augljósan ávinning af því að tala upp plötusölu minnist blaðamaður Fréttablaðsins á sölutölur frá Nielsen Soundscan sem lýstu 14% aukningu í vínylsölu sem hefur ekki verið meiri síðan 1991. Samkvæmt þessari frétt jókst vínyl sala svo um 33% á árinu 2009 en hér er einnig bent á að mælingar Nielsen hafi hafist árið 1991.

Þetta er áhugavert, fyrir stóru fyrirtækin vegur þetta sennilega seint upp geisladiskamarkaðinn (sem féll um 20% fjórða árið í röð) auk þess sem sala á stafrænu niðurhali hefur tekið á hægjast (1% aukning í einstökum lögum en 13% í heilum breiðskífum).

Ég held að ég fari rétt með að Nielsen haldi aðeins utan um tölfræði í Bandaríkjunum og Kanada, en það má svo sem ímynda sér að svipaðir hlutir séu í gangi á öðrum vesturlöndum. Hins vegar veit ég ekki hvort minni og sjálfstæðar plötuverslanir eru inn í tölunum hjá þeim eða hvort titlar sem gefnir eru út af minni útgáfum fari í gegnum SoundScan skráningu. Ekki geri ég ráð fyrir að notaðar plötur komi á nokkurn hátt inn í þessar tölur, enda sjá útgáfurnar og listamennirnir ekki mikin aur þar, en mjög fróðlegt væri að sjá upplýsingar um kaup og sölu þar.

Free Eighties Vinyl Record Albums Various Musicians Creative Commons Mynd: Pink Sherbe

Samkvæmt frétt á inthemix.com.au voru tíu mest seldu vínyl plötur ársins 2010 eftirfarandi titlar (fjöldi seldra eintaka  í sviga):

Top Ten Vinyl Albums, 1/4/2010 – 1/2/2011
1. The Beatles – Abbey Road (35,000)
2. Arcade Fire – The Suburbs (18,800)
3. Black Keys – Brothers (18,400)
4. Vampire Weekend – Contra (15,000)
5. Michael Jackson – Thriller (14,200)
6. The National – High Violet (13,600)
7. Beach House – Teen Dream (13,000)
8. Jimi Hendrix Experience – Valleys of Neptune (11,400)
9. Pink Floyd – Dark Side of the Moon (10,600)
10. the xx – xx (10,200)

Fjórar þessara platna eru eldri en 20 ára, „Abbey Road“ virðist þar að auki hafa verið í fyrsta sæti í fyrra líka („Valleys of Neptune“ inniheldur gamlar upptökur sem komu formlega út í fyrsta sinn 2009). Hinir titlarnir eru hins vegar frekar indie/alternative skotnir (engin Lady Gaga eða Justin Bieber) sem gefur kannski vísbendingu um hverjir eru helst að kaupa vínylinn. Ég giska á að næstu sæti fyrir neðan séu skipuð á svipaðan hátt, indie bönd og remasterað pabba-rokk í bland, og að talsvert langt sé í danstónlistar smáskífur, breiðskífur og annað plötusnúðafóður. Til fróðleiks má hafa í huga að til þess að koma út á núlli með einfalda vínylútgáfu þarf maður að selja um 3-500 eintök (eða svo skilst mér, sel það ekki dýrara en ég keypti það).

Ef við lítum svo á þennan lista má sjá að vínyl salan á nýjum titlum virðist vera sirka á bilinu 5-11% af seldum eintökum af þeirri breiðskífu í heild á árinu. Vínylinn telur augljóslega eitthvað en langt frá því að skipta megin máli, þótt salan sé að aukast.

Annað sem er forvitnilegt er að þessir tíu efstu titlar vínylsölunar telja samtals um 160 þúsund eða um 8% af þeim  2.1 milljónunum vínyl skífna sem seldust. Ef við lítum á tíu mest seldu breiðskífur ársins (í öllum sniðum ) þá gerir það um 20 milljón eintök, en heildarsala á breiðskífum og lögum sem breiðskífum (track-equivalent albums, TEA, 10 lög=1 breiðskífa) er 443 milljónir. Þar er topp tíu listinn samtals af 4,5% af allri sölu (helmingi minna en vínylinn). Það væri áhugavert að skoða á hversu marga titla öll hin seldu eintökin skiptast, ætli vínylinn myndi t.d. svipaðan „langan hala“ og geisladiskar og mp3?

Önnur áhugaverð spurning er svo hvernig löglegi markaðurinn er við hliðina á hliðina á ólöglegu niðurhali hvað varðar stærðir.

-Karl Tryggvason | karltryggvason.com

p.s. ég fann ekki frumgögnin eða neina heildstæða skýrslu um árið 2010 á Nielsen vefnum, því er þessu púslað saman úr allskyns fréttagúggli, rétt að taka því með fyrirvara. Ennfremur eru útreikningar mínir gerðir í flýti, ábendingar og gagnrýni vel þeginn.

Svartagullið – vínyllinn

Nokkrir forvitnilegir hlekkir tengdir vínylplötum:

1) „To have and to hold“ er heimildarmynd um vínylplötur og af þessum trailer að dæma er hún bara nokkuð spennandi.

Vínyl nostalgían og plötuástin er skemmtileg tilfinning og sérstakur heimur útaf fyrir sig, það vita þeir sem kjósa að safna kringlótum tólf tommum. Það hefur annars verið ótrúleg gróska í tónlistartengdri heimildarmyndagerð undanfarið (kannski bara tekur maður meira eftir því með síðum eins og Youtube og Vimeo), en oft er erfitt að nálgast þessar myndir.  Væri gaman að sjá reglulegar sýningar á slíkum myndum í þessu Bíó Paradís sem á að fara að opna. Ófáar svona indie-myndir sem maður væri til í að komast yfir, hugsanlega efni í aðra færslu hér síðar.

2) Hér er svo skemmtileg myndasýning úr Vinyl Factory í Englandi, með lýsingum og athugasemdum. Við höfum áður verið með „hvernig eru plötur búnar til“ færslu, en myndirnar hérna eru engu að síður forvitnilegar og flottar.

3) Í þriðja og síðasta lagi er svo hlekkur á fyrirtæki sem býðst til þess að taka jarðneskar leyfar þínar og pressa þær í plötu fyrir vini og vandamenn, skrítið og skondið. Ætli það verði mikið að gera hjá þeim?

Hliðrænt í Stafrænt – Plötuupptökur Bjögga Nightshock

Síðustu færslur hér á DansiDans hafa fjallað um vínylást og plötusöfnun en því verður ekki neitað að þrátt fyrir alla sína kosti er vínyllinn ekki jafn handhægur og hin ýmsu stafrænu skráarsnið sem hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum. Af þeirri ástæðu og ýmsum öðrum hafa margir lagst í það verkefni að koma skífum sínum á stafrænt form á síðustu árum; plötusnúðurinn Bjöggi Nightshock er í þeim hópi. Bjöggi hefur á undanförnum árum lagt mikinn tíma og vinnu í slíkar upptökur og er fróðari en margur um málefni þessu tengt. DansiDans fór á stúfana og spurði Bjögga spjörunum úr um plötuupptökur.

Hvernig kom það til að þú fórst að taka upp plöturnar þínar (og annarra) í stórum stíl?
Það er svo langt síðan ég byrjaði að taka upp plötur að ég man ekki lengur af hverju ég byrjaði. Það er auðvitað mjög þægilegt að geta sett saman playlista með fullt af lögum og hlustað í stað þess að vera kannski með 20 plötur á gólfinu og svo setja hverja plötu á fóninn.

En einhvern veginn varð þetta að risa stóru áhugamáli og maður hreinlega festist í þessu. Svo þegar maður er kominn með plötusafn upp á 1500 plötur þá er þetta einnig mjög fín leið til að „kynnast“ plötunum.

Hvaða græjur ertu að nota í augnablikinu?
Ég nota „moddaðan“ Technics 1200MK2 spilara. Fyrst var vökvadempari sem er fylltur af sílikoni settur á tónarminn. Hugmyndin bakvið það er að nálin helst betur í grúvinu þó svo að platan sé ekki endilega slétt (sem fæstar plötur eru) og minnkar alla mótstöðu sem er mjög mikilvægt þegar nálin er stillt á rétta þyngd.

Svo var settur mjög fínn koparvír inn í tónarminn sem er svo leiddur út á plötu bakvið spilarann og tengt svo í Ecler Nuo 2.0 mixer sem er svo tengdur í Lynx L22 hljóðkort í tölvunni.

Allt er svo rétt stillt eftir leiðbeiningum. Tónarmurinn þarf að vera í réttri hæð, nálin þarf að vera í réttri lengd frá tónarminum, anti-skate þarf að vera stillt í samanburði við þyngdina á tónarminum og svo framvegis. Þetta er allt breytilegt miðað við hvað maður er með.

Ég hlusta á allar upptökur í Sennheiser HD650 heyrnartólum sem eru keyrð af Creek OBH-11 headphone magnara.

Hvernig pickupp notarðu?
Ortofon 2m Bronze. Mjög fínn pickupp sem er með mjög mjórri nál sem er til þess að hún komist dýpra í plötuna og þar af leiðandi í svæði sem eru kannski alveg ósnert af öðrum nálum. Ég valdi hann þar sem að mig vantaði mjög góðan pickupp í upptökur sem myndi einnig endast mjög lengi.

Hvernig geymirðu upptökurnar? Mp3? Wav? Flac? Ertu með backup?
Fyrst voru upptökurnar geymdar sem 64kbit Mp3 skrár og voru teknar upp á +6 eða +8 svo lögin væru styttri. Svo eftir því sem diskapláss stækkaði þá stækkuðu gæðin líka. Í dag geymi ég upptökurnar sem 96khz 24bit Flac skrár og finnst það vera í raun meira en nóg! Ég hef stóran hluta af safninu á 320 Mp3 formi á flakkara en stefni á að skipta því yfir í Flac á endanum.

Hvernig er ferlið í kringum upptökur hjá þér?
Fyrst er platan hreinsuð, ef það er eitthvað um puttaför eða platan er augljóslega drullug þá er hún þrifin í köldu vatni með sápu og látin þorna í nokkra klukkutíma eftir að búið er að þurrka plötuna. Ef mikið af stöðurafmagni á plötunni þá nota ég sérstakan vökva til að losna við það. Ef ég þarf ekki að þvo plötuna þá nota ég límbandsrúllu sem ég fann á Chemical Records til að „rífa“ rykið af plötunum, svínvirkar! Ég hef prófað svona vökvasprey sem á að leysa upp drullu af plötum en hef ekki fengið neitt voðalega góðar niðurstöður af þeirri notkun.

Nálin á pickuppnum er hreinsuð fyrir og eftir hverja plötu með bursta sem fylgdi með honum. Það safnast alltaf eitthvað af ryki og drullu á nálina alveg sama hversu hrein platan er og ef þetta er ekki fjarlægt þá bæði dreyfir þetta meiri drullu á næstu plötur og festist á nálinni sem gerir það að verkum að hún fer að hljóma verr. Það eru til vökvalausnir sem hreinsa skítugar nálar en ég er ekki mikið hrifinn af því.

Hvert lag er svo tekið upp í Adobe Audition eins hátt og hægt er án þess að hljóðið fari að bjagast. Eftir að lagið er tekið upp skoða ég lagið með frequency analyzer til að finna út hvort að það sé mikill hávaði frá plötunni sjálfri í upptökunni og svo lagið bútað niður í kafla og hent í forritið DenoiseLF sem fjarlægir tíðnir á bilinu 20-220hz, það fer allt eftir laginu hversu mikið er fjarlægt og á nýjum plötum er nánast ekkert fjarlægt þar sem að þetta er mest áberandi á gömlum mjög spiluðum plötum og picture diskum. Eftir að búið er að fjarlægja lágtíðnir sem eru ekki hluti af laginu þá er lagið sett í gegnum Clickrepair ef það er eitthvað um rispur í laginu. Eftir það er lagið sett saman aftur og svo hlustað á það til að gá hvort að ég hafi misst af einhverju og hvort þetta hljómi ekki bara ásættanlega.

Hvað ertu búinn að taka upp mikið af tónlist?
Ég held að ég hafi byrjað að taka upp árið 2000. Ef ég tel með öll skiptin sem ég hef tekið upp frá grunni þá hef ég tekið upp alveg mörg þúsund lög (kannski hátt í 10.000). Það er alveg gríðarlegur tími sem er búinn að fara í þetta.

Fyndist þér svindl að stela bara upptökunum (t.d. torrent eða eitthvað slíkt)
Það hjálpar mér mjög lítið þar sem ég veit ekkert um gæðin á þeim og ég vill hafa lögin í sömu gæðum. 320 mp3 passar ekki alveg inni í safn af 96khz 24bit Flac skrám. Ef það væri einhver þarna úti sem væri með nákvæmlega eins setup og ég og væri búinn að taka upp allar plöturnar í safninu mínu þá myndi ég sennilega „stela“ þeim.

Hvað notarðu til þess að halda utan um upptökurnar, einhvern gagnagrunn? iTunes? Winamp?
Hver plata fær möppu sem er geymd í möppu fyrir hvert og eitt útgáfufyrirtæki. Fyrir stærri label eins og moving shadow sem eru með mörg mismunandi catalog númer þá eru sér möppur til að halda utan um það líka (t.d. MSX, ASHADOW, SHADOWR). Hver mappa byrjar á ártali, svo catalog númeri, listamanni og svo loks titli skífunnar.

Hvaða fylgigögn (metadata) eru með lögunum? Titlar, útgáfur, bpm, artwork?
Titlar, ártal og catalog númer. Fyrir mér er það allar þær upplýsingar sem ég þarf.

Plötusöfnun

Ekki alls fyrir löngu lagði ég leið mína til sænska húsgagnarisans í Garðabæ til þess að versla forláta expedit hillu undir plötusafnið mitt. Í þessa verslunarferð, í það að setja hilluna saman og loks í það að færa plöturnar í nýju hilluna fór næstum hálf helgi. Hillan sjálf er hin ágætasta enda algeng sjón hjá þeim sem hafa plötusöfnun sem hobbí. En þetta ferli allt saman fékk mig til þess að velta vöngum yfir ýmsum plötutengdum málum og varð því kveikja að nördalegum pósti þessum.

Mynd: Mediaeater

Skipulag
Eins og allt hugsandi fólk raða ég í stafrófsröð eftir útgáfufyrirtækjum. Reyndar flokka ég fyrst gróflega eftir stefnum: drum & bass, hardcore og jungle plötur fara saman, house og techno skipa sér í einn flokk, dubstep, garage og grime heyra undir eitt og restin (hip hop, popp, rokk, jazz, pönk, diskó o.s.frv.) er saman í belg og biðu.

Að flokka eftir útgáfum meikar sense, í það minnsta í danstónlist. Ef farið er eftir listamönnum getur verið erfitt að ákveða (og þ.a.l. að finna plötur aftur síðar meir ) undir hvorn listamanninn samvinnuverkefni eða annað slíkt ætti að heyra, auk þess sem margir vinna undir mörgum nöfnum. Þá er, að mínu mati, auðveldara að muna og sjá útgáfu heldur en útgáfuár eða eitthvað slíkt. Þess vegna raða ég eftir útgáfum, white label plötur fyrst, þá label sem byrja á tölustöfum og loks a, b, c, d….

Ef ég á mikið af plötum frá tiltekinni útgáfu raða ég stundum gróflega eftir útgáfunúmer (catalogue no.), en oftast er nógu auðvelt að finna það sem maður leitar af eftir labelinu sjálfu. Hjá spilurunum mínum geymi ég svo tvo kassa sem ég nota undir nýtt dót, plötur sem ég er mikið að spila þá stundina og plötur sem ég er með í láni. Auk þess eru plötutöskurnar oft við höndina og fullar af stuffi sem er í umferð. Mikilvægt er að reyna að taka úr kössum og töskum og raða í hillurnar reglulega.

Umhirða
Persónulega er ég alger böðull, sést það á ófáum skífum mínum og þá sérstaklega á hulstrunum. Er þetta hvimleitt en stundum soldið gaman þar sem minningar tengjast sumum óförunum (sbr frægar partýrispur og minningar á borð við“ah þetta er platan sem að sullaðist á þegar ég var að spila á…“ eða „þetta er coverið sem beyglaðist í flutningunum um árið“).

Maður er þó auðvitað að verða eldri og vitrari auk þess sem batnandi manni er best að lifa. Ætla ég að reyna að ganga betur um vínylinn og er t.d. byrjaður að versla plastumslög utan um plöturnar. Ef einhver veit um góðan stað til þess að versla slíkt eru ábendingar vel þegnar. Það er eins og mig minni að Múlalundur eða Blindravinnustofan hafi einhvern tíman framleitt svona stuff? Annars kosta 50 plastvasar það sama og ein 12″ á Juno og er það verðugt verkefni að koma safninu smám saman í plast.

Reglulega þarf að þurka af eða ryksuga hillurnar sem hýsa vínylinn svo að ryk setjist ekki á skífurnar. Til þess af þurka af plötum nota ég sjálfur bara raka fína tusku eða bara bol eða peysu þá sem maður klæðist þegar platan er sett á fón. Stöðurafmagn er leiðinlegur fylgifiskur plötunnar en mér finnst öll þessi sprey, klútar og burstar sem seldir eru dýrum dómum ekki leysa vandan nógu vel miðað við kostnað.

Yfirsýn
Ég mæli með að eiga einhvers konar gagnagrunn yfir safnið sitt, t.d. fyrir tryggingarmál ef eitthvað kemur upp á. Vefir eins og Discogs og Roll da Beats eru kjörnir fyrir slíkan gagnagrunn, þeir bjóða upp á ýmis konar nördalega tölfræði um safnið þitt auk þess sem maður getur deilt safninu með öðrum söfnurum. Sjálfur á ég úrelt excel skjal með safninu mínu en er alltaf á leiðinni að setja safnið inn á Discogs.

Eitthvert hvimleiðasta vandamálið sem plötunum fylgir er þegar maður setur plötu í misförum í rangt cover, þá getur platan endað hvar sem er í hillunni en upprunalegt og tómt umslagið verður að sorglegum minnisvarða um plötuna týndu. Þegar safnið er orðið meira en nokkur hundruð skífur er leit að týndum plötum leiðindaverkefni, slys af þessu tagi ætti að forðast eftir bestu getu.

Mynd: fensterbme


Sala og kaup

Þegar ég byrjaði að versla vínyl var safnið mitt heilagt, mér fannst eins og þetta tiltekna samansafn platna skilgreindi mig einhvern veginn og væri hluti af mér. Að selja plötur hefði verið eins og að selja börnin sín.

Í dag hef ég skipt um skoðun, mér finnst mikilvægt að grisja úr safninu öðru hverju og eiga frekar fáar góðar plötur en margar ágætar. Það er engin dyggð í því að eiga risasafn sem er fullt af fillerum. Ef þú átt plötur sem þú hefur ekki spilað í mörg ár og sérð ekki fram á að spila á næstu árum, hví ekki að selja þær? Kannski er einhver að leita að nákvæmlega þeirri skífu sem þú vilt losna við og myndi gleðja hann/hana mikið að komast yfir plötuna. Það er svo annað mál að það er eflaust enginn leikur að losna við sumt af því drasli sem maður hefur sankað að sér í gegnum árin… Discogs kemur aftur sterk inn í þessu tilliti, sem og second hand safnarabúðir um víða veröld.

Þessa punkta ætti maður líka að reyna að hafa í huga þegar maður verslar vínyl, sérstaklega á þessum einnota mp3 tímum þar sem lög koma og fara á augnabliki og þegar gengið gerir það að verkum að ein 12″ kostar hátt í 2000 krónur! Þá er mikilvægt að kaupa það sem maður heldur að standist tímans tönn, að versla sígilda klassíkera en ekki dægurflugur. Einnig er rétt að hafa í huga að það er þessi sérstaka blanda af canon efni og sjaldgæfari eða einstakari plötum sem að skapa safn með karakter. Auðvitað eru til essential plötur í hverjum geira sem allir aðdáendur ættu að eiga en það eru þessar minna þekktu skífur sem að skapa manni sérkenni sem plötusnúði og sem safnara.

Athugasemdir?
Auðvitað eru fleiri pælingar tengdar hobbíi af þessu tagi, en ekki dettur mér meira í hug að sinni. Líkt og endranær væri gaman að heyra hugleiðingar lesenda um þessi málefni og þeir sem hafa lagt skónna á hilluna hvað varðar plötusöfnun geta rætt skipulagið á mp3 og geisladiskasöfnun (eða ekki…).

Hvernig eru plötur búnar til?

Í þessum videoum má komast að því hvernig plötur verða til:

Rakst á þetta á hinu fína drömmen bloggi everydayjunglist.biz. Lyftutónlistarstemning í myndbandinu sem gerir þetta bara skemmtilegra. Man eftir því að hafa séð álíka samantekt þegar ég var yngri, svo hefur maður lesið um þetta og svona en gaman að sjá allt ferlið í heild sinni. Save the vinyl!


Áttu 75 þúsund pund?

Eða um 16 milljónir íslenskra króna? Ef svo er þá geturðu keypt plötusafnið hans Mr. C. Reyndar máttu sennilega ekki flytja svona mikinn gjaldeyri úr landi á þessum síðustu og verstu tímum þannig að það nær kannski ekki lengra…