Greinasafn fyrir merki: web 2.0

Last.fm og Soundamus

Rakst á skemmtilegt internetfyrirbæri um helgina, hið svokallaða Soundamus. Þessi vefsíða tekur upplýsingar af tónlistartengdum samfélagsvefjum (eins og t.d. last.fm eða iLike) og tengir þær við væntanlegar útgáfur. Útfrá áhugasviði þínu bendir  Soundamus þér á plötur og geisladiska sem eru að koma út á næstunni og eru líklegar til að falla þér að skapi. Þú getur svo gerst áskrifandi af rss feedi af herlegheitunum og þannig fylgst með því hvað ratar í plötuverslanirnar á næstunni.

Hér getur að líta feedið sem smíðað var úr mínum prófílupplýsingum af last.fm. Sýnist þetta vera nokkuð nærri lagi, skemmtileg blanda af underground dóti og meira mainstream útgáfum. Getur verið skemmtileg leið til þess að fylgjast með nýrri og væntanlegri músík.

Svo er kannski rétt að benda á dansidans.com last.fm grúppuna sem við stofnuðum nýverið, endilega gangið í hana ef þið notist við Last.fm.

Soundcloud

SoundCloud er frekar sniðugt dæmi fyrir hljómsveitir, tónlistarmenn, pródúsera og plötusnúða. Videoið útskýrir það allt saman miklu betur en ég gæti gert í orðum (allavega miklu betur en ég nenni að gera…). Þar að auki virðast SoundCloud menn vera komnir með góðan notendahóp, bæði frægir og virtir listamenn sem og upprennandi hæfileikafólk, en öflugur hópur notenda er sennilega eitt það mikilvægasta sem web 2.0 batterý á borð við SoundCloud. Getur verið með bestu social web hugmynd í heimi en ef þú ert bara með fjóra óvirka notendur er ekkert varið í síðuna þína. Bisness hliðin er einnig mikilvæg, veit ekki hvernig þeir ætla að láta það ganga upp en óska þeim alls hins besta…

Meðal þeirra listamanna sem ég hef rekist á þarna má nefna Martsman, Philip Sherburne, Pheek, D-Bridge, Domu og fleiri og fleiri. Svo eru Jazzanova með remix keppni þarna líka. Sneddí konsept sjáum hvernig þetta þróast.
Skráði svo dansidans þarna inn, ef þú ert með lag eða dj sett sem þú vilt koma á framfæri geturðu einfaldlega smellt því í dropboxið okkar (sjá einnig link hér til hægri).

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook