Greinasafn fyrir merki: weirdcore

Weirdcore með nýja safnskífu

Biogen, Tanya og félagar hjá Weirdcore bjóða upp á skemmtilega jólagjöf á vefsíðu sinni, fyrirtaks mpfrír safnskífu með íslenskri raftónlist. Meðal listamanna sem koma við sögu má nefna Yagya, Steve Sampling, Ruxpin, Hypno, Einum Of, Biogen og Skurken.

Helgin – 12.-15. mars

Fyrir fólk sem fílar raftónlist og dansiböll er sitt lítið af hverju í boði um helgina.

Í kvöld er Weirdcore á Kultura, fram koma Klive, Skurken og Sykur auk þess sem Dj Vector mun snúa skífum. Við hjá DansiDans fílum Weirdcore, þar ræður metnaður ríkjum en hjartað er á réttum stað, útkoman er fjölbreytt og skemmtileg line up og svo kostar ekki krónu inn. Allir að mæta!

Um helgina virðist Jacobsen vera teh pleis tú bí. Á föstudaginn taka Karíus & Baktus og Yamaho völdin á efri hæðinni en Asli og Siggi Kalli taka kjallara session. Sexy Lazer og Hunk of a Man taka svo á móti gestum á laugardagskvöldi. Dansidans!

Weirdcore með FreeP3 pakka

Weirdcore

Aðstandendur Weirdcore kvöldana hafa sett saman skemmtilega safnskífu með íslenskum raftónlistaröktum og er hún fáanleg fríkeypis á www.weirdcore.com. Inniheldur gripurinn lög frá listamönnum á borð við Biogen, Frank Murder, Tonik, Ruxpin og Skurken, svo fáeinir séu nefndir. Frábært framtak og sömu sögu er að segja um Weirdcore kvöldin, mánaðarleg tónlistarkvöld þar sem íslenskir raftónlistarmann af ýmsum toga stíga á stokk.

Hlekkir:
www.myspace.com/weirdcorervk

www.weirdcore.com