Greinasafn fyrir merki: yamaho

SyrpuSyrpa #20

Mikið af skemmtilegum mixum á netinu þessa dagana. Mix eftir Yamaho birtist á Soundcloud-inu hennar í gær. Fílingurinn í mixinu er svona deep/tech og í því má finna lög eftir Holger Zilske og Lee Van Dowski.

Pjúristarnir og töffararnir hjá Little White Earbuds voru að koma með nýtt podcast, að þessu sinni er það Frakkin Le K sem sér um það. Mikið party mix,enda gert fyrir frekar fyrir fullt fólk heldur en fólk á eiturlyfjum eins og Le K segir. Mæli með að fólk lesi viðtalið við hann líka. Viðtalið og mixið má finna hér.

LaFleur

TFA sem stóðu fyrir Stephan Bodzin kvöldinu eftirminnilega fyrr á þessu, eru nú að flytja inn sænsku teknó dívuna La Fleur. Við hjá DansiDans mælum með að fólk athugi þetta mix eftir hana og tjekki líka á Jacobsen í kvöld. En þar kemur hún fram ásamt Oculus, Sexy laser og Karius & Baktus. Miðaverð er 2500 kr í hurð og 2000 krónur í forsölu, forsalan er í Spútnik.

Helgin – 12.-15. mars

Fyrir fólk sem fílar raftónlist og dansiböll er sitt lítið af hverju í boði um helgina.

Í kvöld er Weirdcore á Kultura, fram koma Klive, Skurken og Sykur auk þess sem Dj Vector mun snúa skífum. Við hjá DansiDans fílum Weirdcore, þar ræður metnaður ríkjum en hjartað er á réttum stað, útkoman er fjölbreytt og skemmtileg line up og svo kostar ekki krónu inn. Allir að mæta!

Um helgina virðist Jacobsen vera teh pleis tú bí. Á föstudaginn taka Karíus & Baktus og Yamaho völdin á efri hæðinni en Asli og Siggi Kalli taka kjallara session. Sexy Lazer og Hunk of a Man taka svo á móti gestum á laugardagskvöldi. Dansidans!