Greinasafn fyrir merki: youtube

Jútjúb Miksteip #2 – Lögin sem fóru algjörlega framhjá mér

Í þessu jútjúb miksteipi eru lög sem voru mikið spiluð þetta árið en ég einhvern veginn lærði ekki að meta þau fyrr en núna bara upp á síðkastið.

1. Audion – Billy says go
Jónfrí benti mér á þetta lag á sínum tíma og ég fílaði það ekki neitt. Heyrði Ellen Allien spila það á Melt Festival og fílaði það ekki heldur, Það var ekki fyrr en í október þegar ég var að stússast á beatport að ég rakst á það og lærði að meta það. Groove-ið í þessu lagi er geðveikt og ekki skemmir þetta sérstaka „Audion bassatromma“ fyrir. Eitt af lögum ársins að mínu mati.


2.DJ Koze – I want to sleep
Þetta lag var á listum frábærra plötusnúða eins og t.d. Sebo K. Ég hlustaði á þetta lag og skildi ekki hvað þessir plötusnúðar sáu við það. Síðan las ég viðtal við Koze og ákvað þess vegna að skoða myspacið hans. Það varð til þess að ég uppgötvaði þetta lag. Á myspacinu hans er einnig að finna remixið hans af Matthew Dear laginu Elementary lover sem er geðveikt.


3.Ricardo Villalobos – Enfants
Lagið sem gerði allt vitlaust í byrjun árs. Lagið er 17 mínutur og stærsti hluti þess er chílenskur barnakór að syngja. Keypti eintak í Berlín en gaf það þar sem ég sá ekki fram á að eiga eftir að spila það. Rakst á það í mixi um daginn og sé núna mikið eftir að hafa gefið plötuna.


4.Noze – Remember Love
Noze gerðu allt vitlaust á sínum tíma voru meðal annar með besta ,,actið“ á Íbiza að margra mati. Platan þeirra On the rocks var kom út í ár á ofurlabelinu Get Physical. Heyrði RA podcastið þeirra í sumar og var ekkert vitlaus í það. Svo um daginn var ég að sýna einhverjum hvað house gæti verið fínt live acti og það varð til þess að ég hlustaði á þetta mix aftur og keypti diskinn. Diskurinn er mjög góður, sérstaklega lagið Remember Love.

5.SiS – Trompeta
Ógeðslega cheesy loopa endurtekinn yfir rosalega miklu percussioni. Margi hafa líkt Trompeta við Heater sem gerði allt vitlaust í fyrra. Í fyrstu fannst mér þetta of cheesy og týpiskt. En svo komst ég að því að þetta lag er geðveikt ef rétt er farið með það í mixi.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

Youtube mixteip #1 – Live drum & bass

Youtube mixteip eru skemmtileg, hér er það fyrsta af vonandi mörgum hér á dansidans. Þema að þessu sinni, drum & bass tónlist flutt læf. Tjekk it:


1. Adam F – Intro 73 / Metropolis

Held að þetta sé í Sao Paulo. Skemmtilega hallærislegir dansarar og Adam sjálfur púllar skemmtileg múv, en lagið er ennþá jafn fucking geðveikt. Crazy!


2. Roni Size & Reprazent Live at Maida Vale Studios

Frá 1997, þegar þeir félagar voru upp á sitt besta. Spurning hversu læf þetta er nottla en skemmtilegt engu að síður. Dynamite MC flottur með micinn í skemmtilegri útgáfu af Railing (pt. 2 videoið er líka flott).


3. 4hero – Golden Age Of Live (Live) Recorded @ Montreux Jazz Festival 1998

Eitt af mínum uppáhalds lögum af Two Pages plötunni, 4Hero vildi ég gjarnan sjá á tónleikum.4. London Elektricity – Billion Dollar Gravy @ Jazz Cafe

Jungle Drummer fer á kostum og gott grúv í gangi!


5. Lamb – Little Things Live

Lamb sá ég live á Hróarskeldu ’99. Geðveikt show, vissi ekkert hver þau voru fyrir þetta, en dróst að sviðinu þegar ég heyrði Little Things. Lamb eru eitt af fáum post-Portishead trip hop böndum sem hafa staðist tímans tönn að mínu mati. (Vissuði annars að gítaristinn sem spilaði með þeim var íslendingur? Oddur Már Rúnarrson, who dat?)


Extra: Pendulum – Granite – Later with Jools Holland

Oj bara…

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook